Laus störf kennara við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar skólaárið 2021-2022

Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum, Heiðarskóli við Leirá í Leirársveit og Skýjaborg í Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er grænfánaskóli og leggur áherslu á umhverfismennt og útinám. Unnið er með byrjendalæsi. Á leikskólasviðinu, Skýjaborg, dvelja um 34 börn á aldrinum 1-6 ára. Á grunnskólasviðinu, Heiðarskóla, eru um 90 nemendur.   

Í Skýjaborg gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu leikskólasviðs við grunnskólasvið skólans og fleiri stofnanir. Hvalfjarðarsveit veitir starfsfólki sínu styrk til náms í leikskólakennarafræðum og leikskólaliðanámi. 

Skýjaborg auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:

  • Deildarstjóri, 100% staða til frambúðar.
  • Leikskólakennari, 100% staða til frambúðar.

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu  
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum er æskileg
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta

 Nánari upplýsingar veitir Eyrún Jóna Reynisdóttir, leikskólastjóri, í síma 433-8530. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl nk. og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang leikskólastjóra: eyrun.jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is

 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ef ekki fást leikskólakennarar verður litið til menntunar og reynslu. 

Heiðarskóli auglýsir eftir metnaðarfullum kennurum sem eru tilbúnir til að leggja sig fram við að mæta þörfum allra barna í góðu samstarfi við samstarfsfólk og foreldra.  

Bæði er um að ræða stöður til frambúðar sem og afleysingu á næsta skólaári:   

  • Grunnskólakennarar, almenn kennsla í teymum. 
  • List- og verkgreinakennara, kennslugreinar heimilsfræði, textílmennt og tónmennt. 
  • Íþróttakennara

 Menntunar- og hæfniskröfur:  

  • Leyfisbréf til kennslu 
  • Reynsla af teymiskennslu og fjölbreyttum kennsluháttum er æskileg  
  • Hæfni til að skipuleggja nám í fjölbreyttum nemendahópi þar sem allir fá að njóta sín á eigin forsendum  
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi 
  • Færni í samvinnu og teymisvinnu  
  • Góð íslenskukunnátta  

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri, í síma 433 8525. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl nk. og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra: sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 650 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar er nægt lóðaframboð, fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á atvinnusvæðinu við Grundartanga með fjölbreyttum fyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is