- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Vegna tímabundinna forfalla auglýsir Heiðarskóli eftir stuðningsfulltrúum og skólaliða. Leitað er að einstaklingum með góða hæfni í mannlegum samskiptum sem eru reiðubúnir að leggja sig fram við að mæta þörfum allra barna í góðu samstarfi við foreldra og samstarfsfólk.
Um er að ræða tvær stöður stuðningsfulltrúa til 19. mars 2025, annars vegar 60% stöðu og hins vegar 78% stöðu og 33 % stöðu skólaliða til 6. júní 2025. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.
Hæfniskröfur:
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Lára Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 433 8525 eða 896 8158. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar nk. og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is. Öllum umsóknum verður svarað. Starfið hentar öllum kynjum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.