Laust starf við Heiðarskóla

Skólaliði óskast í 100% starf í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit frá og með 4. janúar 2021. Um framtíðarstarf er að ræða. Vinnutími er frá kl. 9:15 – 16:45. Starfið felur í sér aðstoð við matseld í mötuneyti, ræstingu, vinnu með börnum í frístundastarfi og ýmis verkefni sem til falla. Við leitum að einstaklingi með færni í mannlegum samskiptum auk frumkvæðis og sjálfstæðni í vinnubrögðum.  Reynsla af starfi í mötuneyti og vinnu með börnum er æskileg. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi SÍS og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá skólastjóra, Sigríði Láru Guðmundsdóttur, í síma 433 8525 eða senda fyrirspurn á netfangið sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is.

Umsókn ásamt ferilskrá má senda á sama netfang. Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2020.