- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það var líf og fjör í Heiðarskóla í gær þegar alls kyns kynjaverur mættu í skólann og gerðu sér glaðan dag. Krakkarnir fóru á söngstöðvar og fengu nammi eða mandarínur. Fyrir hádegi var haldið öskudagsball fyrir 1. – 4. bekk og „kötturinn sleginn úr tunnunni“. Eftir hádegi var haldin hæfileikakeppni. Alls voru tólf atriði í keppninni. Dómnefnd veitti verðlaun fyrir þrjú atriði. Sigurjón í 10. bekk og Kristinn í 7. bekk deildu með sér 3. sætinu, Sigurjón var með söngatriði og Kristinn sýndi karate. Marijonas í 4. bekk hlaut annað sætið fyrir söngatriði og Hrönn í 9. bekk hlaut 1. sæti fyrir söngatriði. Við óskum öllum þátttakendum í hæfileikakeppninni til hamingju með atriðin sín. Síðdegis var öskudagsball fyrir miðstigið á vegum Félagsmiðstöðvarinnar 301. Í myndaalbúm eru komnar margar skemmtilegar myndir.