Lífshlaupið

Heiðarskóli tekur að vanda þátt í lífshlaupinu en fyrsti dagur í átakinu er einmitt í dag. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni daglegu hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag. Þar sem mikil hálka var á skólasvæðinu var ekki fært í okkar hefðbundnu upphafs hlaupa- eða gönguferð en til að hefja lífshlaupið formlega hittust allir í matsal skólans og tóku planka. Við hvetjum alla til að vera duglegir að hreyfa sig nú sem endranær. Þegar færðin verður betri munum við að sjálfsögðu grípa tækifærið og fara út að hreyfa okkur.