List fyrir alla

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn á vegum List fyrir alla. Þau Hallveig Rúnarsdóttir og Jón Svavar Jósepsson söngvarar ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara fluttu söngleikinn Fiðurfé og furðuverur fyrir nemendur í 1. - 5. bekk við mikla kátínu. Við þökkum listamönnunum kærlega fyrir komuna og skemmitlegan flutning.