List fyrir alla

Í nýliðnum mánuði fengum við til okkar góða gesti frá sirkuslistahópnum Hringleik. Boðið var upp á sæskrímslasmiðju í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og List fyrir alla. Í smiðjunni fengu börnin í 4. – 7. bekk að vinna með hugmyndir fyrri tíma og okkar tíma um sæskrímsli í samstarfi við listafólkið.  Börnin fengu tækifæri til listrænnar úrvinnslu með eiginleika og útlit sæskrímsla m.a. úr þjóðsögum og eigin ímyndunarafli. Smiðjan er hluti af sköpunarferli fyrir stórt götuleikhúsverk sem mun ferðast um landið næsta sumar. Samtöl við krakkana og útkoman úr smiðjunni mun hafa bein áhrif á útlit og eiginleika skrímslanna sem munu birtast í verkinu.