List fyrir alla

Í dag fengum við góða gesti. Hljómsveitin Milkywhale kom og spilaði nokkur lög fyrir nemendur skólans. Hljómsveitin er á ferð um landið á vegum "List fyrir alla". Milkywhale er danshljómsveit skipuð danshöfundinum og söngkonunni Melkorku Sigríði Magnúsdótttur og tónlistarmanninum Árna Rúnari Hlöðverssyni (FM Belfast, Prins Póló). Saman hafa þau skapað röð popplaga eftir textum Auðar Övu Ólafsdóttur rithöfundar, nokkurs konar sjónrænt ferðalag inn í hljóðheima og dansflutning. Þessir epísku tónleikar fjalla meðal annars um smávægilega hluti líkt og ástina, trampólínæfingar, hvali og hvít dýr. Nemendur skólans dönsuðu og höfðu gaman af heimsókninni. Við þökkum þeim Árna Rúnari og Melkorku Sigríði kærlega fyrir komuna og góða tónleika.