- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag voru haldnir tónleikar í Heiðarskóla á vegum List fyrir alla þar sem nemendur voru leiddir í gegnum hina ýmsu kima tónlistarinnar með tali og tónum. Listamennirnir Laufey Sigurðardóttir spilaði á fiðlu, Páll Eyjólfsson á gítar og Esther Talia Casey söng og spjallaði við nemendur á milli atriða. Nemendur hlustuðu á af athygli, listamennirnir kvöddu okkur með því að hrósa nemendum skólans alveg sérstaklega fyrir að vera góðir áhorfendur og hlustendur, þeir höfðu sjaldan haft jafn góðan hlustendahóp. Við færum listamönnunum bestu þakkir fyrir frábæra tónleika.