Litlu jólin

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Heiðarskóla, nemendur og starfsmenn sungu jólalög og gengu í kringum jólatréð. Jólasveinar mættu í heimsókn og haldin voru stofujól. Að lokum var snæddur hátíðarmatur, hangikjöt með tilheyrandi. Í eftirrétt var íslblóm og möndluleikur. Þrír heppnir nemendur hlutu möndluna, sem var reyndar brjóstsykur. Það voru þau Fylkir Leó Björnsson, Stefanía Katrín Sveinsdóttir og Emiliano Elvar Gutierres. Við óskum þeim til hamingju.