Litlu jólin í Heiðarskóla

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Heiðarskóla í dag. Húsbandið skipað þeim Ödda, Loga, Hjálmi, Siggu V, Hrönn, Jónellu, Einari og Alexöndru spilaði og söng hin ýmsu jólalög á jólaballinu. Nokkrir jólasveinar mættu í heimsókn og færðu krökkunum nammipoka. Börnin áttu síðan sína jólastund með umsjónarkennara í stofum.  Að lokum var snæddur  hátíðarmatur, hangikjöt með tilheyrandi og í eftirrétt var íslblóm. Í tveimur boxunum leyndust „möndlur“ og fengu þeir Ólafur Vignir og Einar Þór hin svokölluðu möndluverðlaun. Skólabílarnir fóru héðan um klukkan 14 og börnin komin í langþráð jólafrí. Inn á myndasafnið eru komnar myndir. Starfsmenn Heiðarskóla óska öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum jafnframt samstarfið á liðnu ári. Skólahald hefst aftur á nýju ári þriðjudaginn 6. janúar 2015.