Litlu jólin í Heiðarskóla

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Heiðarskóla í dag með jólaballi, jólasveinum, stofujólum og hátíðarmat. Á boðstólnum var hangikjöt með tilheyrandi meðlæti og jólaöli. Í eftirrétt var ísblóm og þrír heppnir nemendur hlutu „möndluverðlaunin“ í ár. Það voru þeir Marijonas Valdas, Alexander Logi Jónsson og Markús Hrafn Hafsteinsson. Við óskum þeim til hamingju. Í myndaalbúm eru komnar myndir.