- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í okkar fínu byggingu er erfitt að taka rafmagn af á ákveðnum svæðum og slökkva sjálvirk ljós. Í gærmorgun reyndum við að slökkva öll ljós og líma fyrir skynjara svo við gætum upplifað heim án rafmagns í stutta stund. Verkefnið er partur af umhverfismennt í Heiðarskóla og hver og einn námshópur fékk fræðslu um rafmagn í tengslum við verkefnið. Það var mikill spenningur yfir myrkrinu og ekki annað að sjá en nemendur hefðu gagn og gaman af myrkrinu og tilraunum tengdum rafmagni.