- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Stóra upplestrarhátíð samstarfsskólanna á Vesturlandi var haldin í Heiðarskóla s.l. fimmtudag. Samstarfsskólarnir eru Auðarskóli, Grunnskóli Borgarfjarðar, Grunnskólinn í Borgarnesi, Heiðarskóli og Laugargerðisskóli. Alls tóku 9 nemendur þátt.
Verkefnið, Stóra upplestrarkeppnin, hefst ár hvert á Degi íslenskrar tungu. Lögð er áhersla að allir nemendur í 7. bekk þjálfi vandaðan upplestur og framburð, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Óhætt er að fullyrða að vel hafi tekist til hjá öllum keppendum á lokahátíð.
Emelía Ýr Gísladóttir úr Grunnskólanum í Borgarnesi hreppti fyrsta sæti, Ísak Daði Eðvarðsson úr Grunnskólanum í Borgarnesi hreppti annað sætið og Díana Ingileif Ottesen úr Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit varð í þriðja sæti.
Í dómnefnd sátu Dagný Hauksdóttir formaður fræðslunefndar Hvalfjarðarsveitar, Hjördís Hjartardóttir sérkennari á Akranesi og Ingunn Stefánsdóttir skrifstofustjóri Hvalfjarðarsveitar.