Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestarkeppninar meðal samstarfsskólanna á Vesturlandi fór fram s.l. þriðjudag við hátíðlega athöfn í Dalabúð í boði Auðarskóla.

Fulltrúar Heiðarskóla voru þau Lóa Arianna Paredes Casanova og Valgarður Orri Eiríksson. Til vara var Einar Ásmundur Baldvinsson.

Lesnir voru textar úr bók Bjarkar Jakopsdóttur, Hetju og ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason. Einnig fluttu allir þátttekndur sjálfvalið ljóð.

Lóa og Valgarður stóðu sig mjög vel og Lóa lenti í  fyrsta sæti meðal keppenda. Óskum henni innilega til hamingju og öðrum þátttakendum innilega fyrir þátttökuna.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Lóu, Valgarð og Einar Ása eftir þátttöku s.l. þriðjudag.