Matarleifar

Sú hefð hefur skapast í Heiðarskóla að vigta af og til matarleifar í hádegismatnum. Þá vigtum við það sem hver og einn bekkur leifir. Í desember var vigtunarvika og krakkarnir stóðu sig aldeilis vel. Nemendur í 4. 6. 7. 8. 9. og 10. bekk leifðu engu þessa viku. Með þessu verkefni erum við að vekja börnin til umhugsunar um þá sóun sem felst í því að leifa mat. Ef við fáum okkur minna á diskinn og klárum matinn okkar þá sparast peningur sem við getum nýtt í eitthvað annað. En það er einmitt það sem matráðarnir okkar ætla að gera, í viðurkenningarskyni fyrir að fara vel með matinn fá börnin óvæntan glaðning á næstunni.