Matarsóunarátak

Umhverfisnefnd Heiðarskóla, skipuð einum fulltrúa úr hverjum bekk, ákvað að vigta matarleifar eina viku á hvorri önn. Á haustönn 2022 var matavigtunarvika og þá leifðu allir nemendur skólans 8.110 grömmum í heildina, að meðaltali 90 grömm á mann. Dagana 13. – 17. mars var aftur matarvigtunarvika og þá leifðu allir nemendur skólans 4.606 grömmum í heildina,  að meðaltali 51 grammi á mann.

Það er því ljóst að nemendur skólans stóðu sig mun betur á vorönn en haustönn í að leifa minna og fá sér passlega mikið á diskinn. Eins og allir vita er matarsóun ekki góð fyrir jörðina okkar.

Til hamingju með betri árangur kæru nemendur.

Þegar við minnkum matarsóun spörum við líka peninga og þá getum við leift okkur að gera okkur dagamun. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á eftirrétt fljótlega fyrir alla nemendur skólans.

Annars voru niðurstöðurnar þessar:

  • Yngsta stigið leifði samtals 946 grömmum.
  • Miðstigið leifði samtals 0 grömmum.
  • Unglingastigið leifði samtals 3.660 grömmum.

Í viðurkenningarskini fá miðstigsnemendur því að velja einu sinni í matinn.

Á meðfylgjandi mynd má sjá umhverfisnefnd skólans.