- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það var nóg að gera hjá matráðunum Siggu og Ernu s.l. fimmtudag þegar þær buðu upp á mat að vali 10. bekkjar. Hefð hefur skapsast fyrir því að 10. bekkur fær ekki bara að velja hvað verður í hádegisverð heldur einnig líka morgunmat og eftirrétt. Að þessu sinni völdu börnin enskan morgunverð, lasagne í hádegisverð og franska súkkulaðiköku með ís og marssósu í eftirrétt. Val 10. bekkjar vakti mikla lukku meðal bæði á nemenda og starfsmanna.