Matur að vali nemenda

Í Heiðarskóla er boðið upp á hollan og góðan heimilismat. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í skólanum að hver bekkur fær að velja hvað er í hádegismatinn einu sinni á skólaárinu. Þar sem nemendur í 10. bekk eru að velja í síðasta skipti fá þeir líka að velja morgunmat og eftirrétt. Það kemur kannski ekki á óvart að þegar börnin velja matinn þá er meira spáð í bragð en hollustu. Í gær var matur að vali 10. bekkjar og þá ríkti mikil gleði í skólanum. Nemendur gæddu sér á Lucky Charms í morgunmat, grilluðum hamborgurum, djús og ís í hádegisverði.