Menningarmót

Líf og fjör var á menningarmóti í Heiðarskóla í dag þegar nemendur kynntu afrakstur þemavinnunnar undanfarna daga. Eftirfarandi lönd voru kynnt: Svíþjóð, Þýskaland, Lettland, Uruguay, Tyrkland, Úkraína, Pólland, Bosnía - Herzegóvína, Bahamas og Litháen. Boðið var upp á smakk á þjóðarréttum þessara landa og ekki annað að sjá en allir væru ánægðir með kræsingarnar. Nemendur og starfsfólk þakka öllum sem áttu heimangengt í dag og kíktu á okkur kærlega fyrir komuna. Eftir hádegið var skemmtilegur viðburður í sal skólans þegar þær Petrína Helga Ottesen og Katrín Rós Sigvaldadóttir, fyrrverandi nemendur skólans, sögðu okkur frá skólagöngu sinni og hvað hefur á daga þeirra drifið síðan þær útskrifuðust úr Leirárskóla/Heiðarskóla, mjög fróðlegt, gagnlegt og krakkarnir voru duglegir að spyrja spurninga. Við þökkum þeim kærlega fyrir og eins fleiri fyrrverandi nemendum sem kíktu einnig til okkar. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá deginum.