- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það var mikið fjör í morgunsöng í Heiðarskóla s.l. föstudag þegar nemendur og starfsmenn söfnuðust saman í matsalnum og sungu þrjú lög undir hressilegum undirleik þeirra Mána og Guðjóns sem báðir hófu störf hjá okkur í haust. Berglind Ýr, nemandi í 10. bekk, aðstoðaði Mána tónmenntakennara við að stýra söngnum. Við stefnum á að vera með reglulegar söngstundir sem þessar í vetur.