- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Þessa dagana er Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar að vinna að stefnumótun í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum í sveitarfélaginu. Af því tilefni heimsótti Hjördís Stefánsdóttir, formaður Fræðslu og skólanefndar, okkur í morgun og hélt ígildi íbúafundar með nemendum okkar í 6. - 10. bekk. Fundurinn fjallaði um hugmyndir og framtíðarsýn nemendanna í málaflokknum. Lögð var áhersla á íþróttir barna og ungmenna, félagsmiðstöð og vinnuskólann. Íbúafundur um sama málefni verður haldinn í Heiðarskóla laugardaginn 7. mars og hvetjum við alla áhugasama um málefnalokkinn að mæta á þann fund.