- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla hlupu Norræna skólahlaupið í dag. Verkefnið er eins og nafnið gefur til kynna samnorrænt en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Veðrið var með besta móti, hægur vindur og smá úði. Krakkarnir gátu valið um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km. Eftir hlaupið var boðið upp á djús og melónu á skólalóðinni og síðan gátu nemendur valið um að skella sér í sund eða leika á skólalóðinni. Komnar myndir í myndaalbúm.