Norræna skólahlaupið

Á miðvikudaginn tóku nemendur og starfsmenn skólans þátt í norræna skólahlaupinu. Veðrið lék við okkur og sveitin skartaði sínu fegursta. Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til að stunda útiveru, hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Í myndaalbúm eru komnar myndir.