Nýjar tölvur teknar í notkun

Nú nýverið keypti Heiðarskóli bekkjarsett af chromebook tölvum. Það voru áhugasamir og einbeittir nemendur í 2. bekk sem fóru í sinn fyrsta tölvutíma nú á dögunum. Bekkjarsettið er hugsað fyrir alla nemendur skólans og nú gefst okkur tækifæri til að kenna börnunum ritvinnslu og forritun svo fátt eitt sé nefnt í meira mæli en áður.