Nýtt skólaár - skólasetning

Þessa dagana eru starfsmenn Heiðarskóla að undirbúa komu nemenda fyrir 53. starfsár skólans. Skólinn verður settur á morgun, þriðjudaginn 21. ágúst, kl. 16:00, stutt athöfn í sal skólans og kaffiveitingar í lokin. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst. Þá hefst einnig skólaakstur.