- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Veðrið lék við okkur í dag þegar nemendur skólans tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Einhverjum nemendum fannst of heitt og hefðu frekar viljað rigningu í hlaupinu. Nemendur gátu valið um hlaupalengdir sem hentuðu hverjum og einum, flestir fóru þó 2,5 km, 5 km eða 10 km. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega, stuðla að góðri heilsu og vellíðan og að allir taki þátt á sínum forsendum. Við erum þakklát fyrir þessa góðviðrisdaga í september.