- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur Heiðarskóla tóku nú í vikunni þátt í Olympíuhlaupi ÍSÍ í blíðskaparveðri. Markmið hlaupsins er að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur hlupu ýmsar vegalengdir allt eftir því hvað hentaði hverjum og einum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn sem lagði af stað í 5 km hlaup.