Opið hús

Miðvikudaginn 19. apríl buðu nemendur í 9. og 10. bekk upp á opið hús fyrir 60 ára og eldri í Hvalfjarðsveit. Dagskráin var fjölbreytt; kynning á skólastarfi Heiðarskóla, tónlistaratriði, bingó, samvera, vöfflur og kaffi. Nemendur eru í fjáröflunarvinnu fyrir vorferð til Brighton í maímánuði og Norðurál veitti nemendum veglegan styrk í ferðasjóðinn fyrir vel heppnað samfélagsverkefni.