Örtónleikar frá Tónlistarskóla Akraness í Heiðarskóla í dag

Í dag voru haldnir hádegistónleikar í matsal Heiðarskóla. Nemendur Tónlistarskólans á Akranesi fluttu ljúfa píanótóna á meðan börn og starfsmenn borðuðu hádegisverð. Kærar þakkir fyrir skemmtilega tónleika.