Öskudagur í Heiðarskóla

Það var mikið um að vera í Heiðarskóla í gær. Börnin mættu í búningum og furðufötum, gengu um skólann og sungu fyrir nammi. Yngsta stigið fór á öskudagsball þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni. Eftir hádegið var hæfileikakeppni, 10 atriði voru í keppninni og dómnefndin átti úr vöndu að ráða þegar kom að því að velja þrjú efstu atriðin. Einn dómarinn hafði orð á því að helst vildu þau setja alla í fyrsta sæti. En niðurstaðan var sú að Kjartan Brynjólfsson lenti í 3. sæti með söngatriði, María Björk Ómarsdóttir og Mikael Ómarsson hlutu 2. sætið fyrir söngatriði og í fyrsta sæti voru þær Guðbjörg Haraldsdóttir, Stefanía Ottesen og Aldís Ísaksdóttir hlutu 1. sætið með söng- og dansatriði. Hæfileikakeppnin var fjölbreytt og við þátttakendum innilega fyrir þessi skemmtilegu atriði. Í myndaalbúm skólans eru komnar fullt af myndum frá öskudeginum.