- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Á dögunum fékk Heiðarskóli orgel að gjöf frá systkinum ættuðum frá Leirá. Eftir því sem við best vitum var orgelið upphaflega í Leirárkirkju og síðan hjá Ástu á Leirá. Orgelið á eftir að nýtast nemendum skólans í tónmenntanámi og færum við velunnurum skólans bestu þakkir fyrir góða gjöf. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 3. bekk við orgelið góða þegar það var afhent en Ásgeir á Leirá sá um að koma orgelinu til okkar. Við værum mjög svo gjarnan til í að fá að vita meira um sögu orgelsins ef einhver þekkir hana.