- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Árið 1984 var sótt um styrk í Listskreytingasjóðs ríkisins. Ákveðið var að fá Hildi Hákonardóttur veflistakonu til að gera listaverk. Að ósk heimamanna skyldi verkið tengjast sögu staðarins og vera staðsett í Heiðarskóla. Haustið 1985 var verkið fullunnið og hékk uppi í mörg ár í gamla Heiðarskóla. Við flutninginn 2011 yfir í nýja Heiðarskóla var verkið tekið niður og nú á dögunum var það loksins hengt upp eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Verkið sýnir Árna Oddson lögmann sem reið frá Vopnafirði að Þingvöllum á fjórum sólarhringum. Árni skrifaði undir Kópavogssamninginn en hann lést í Leirárlaug árið 1665. Verkið sýnir einnig Magnús Stephenssen sem setti á fót prentsmiðju á Leirá. Að lokum sýnir verkið Jón Thoroddsen, skáld og sýslumanni en hann bjó á Leirá seinni hluta ævinnar og hvílir þar í kirkjugarðinum.