Reykjaskóli

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í 7. bekk í skólabúðum í Reykjaskóla í Hrútafirði ásamt öðrum nemendum í samstarfsskólunum á Vesturlandi. Ferðin í Hrútafjörðinn í gær gekk vel þrátt fyrir töluvert mikið rok. Það sem af er hefur gengið vel og ekki annað að sjá á meðfylgjandi mynd að allir séu að njóta. Hópurinn kemur aftur til baka n.k. föstudag.