Rithöfundur í heimsókn

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu fengum við á dögunum rithöfund í heimsókn. Kristín Ragna Gunnarsdóttir kom og las upp fyrir nemendur skólans úr nýju bókinni sinni "Nornasaga 3: Þrettándinn" ásamt því að kynna aðrar bækur fyrir nemendum. Krakkarnir hlustuðu af athygli á upplesturinn og Kristín hafði orð á því að börnin væru dugleg að hlusta. Við þökku Kristínu kærlega fyrir upplesturinn og skemmtilega og gefandi heimsókn í þágu læsis.