Ritunarverkefni í 6. og 7. bekk

Nemendur í 6. og 7. bekk eru að vinna ritunarverkefni um COVID-19. Hver og einn getur valið sína leið og skrifað sögu, frétt eða hvað annað sem honum dettur í hug. Í undirbúningsvinnu gerðu börnin hugarkort um þeirra sýn á stöðu mála. Á meðfylgjandi mynd má sjá hugarkortið.