- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fengu nemendur í 1. og 2. bekk heimsókn frá samfélagslögreglunni. Lögreglan ræddi ýmis málefni við börnin og fór sérstaklega yfir notkun endurskinsmerkja og mikilvægi þess að fara eftir umferðarreglum þegar farið er yfir götu eða ferðast í bíl. Börnin höfðu frá mörgu að segja og greinilegt að þau taka vel eftir því sem gerist í þeirra nánasta umhverfi.