- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í lok skólaársins urðu merkir tímar varðandi skólasókn frá Hóli í Hvalfjarðarsveit. Frá stofnun skólans árið 1965 hafa nemendur frá Hóli tengdir sömu fjölskyldunni stundað nám í Heiðarskóla, kynslóð fram af kynslóð samfellt í 54 ár. Í haust verður það því í fyrsta sinn í sögu Heiðarskóla sem enginn nemandi frá Hóli stundar nám við skólann. Við þökkum fjölskyldunni frá Hóli kærlega fyrir samstarfið í öll þess ár og óskum þeim alls hins besta. Meðfylgjandi mynd var tekin á útskriftardaginn þar sem m.a. fyrrverandi og núverandi ábúendur á Hóli kvöddu skólann og glöddust með síðasta útskriftarnemanum frá Hóli, í bili a.m.k.