Samstarf í 1. og 10. bekk

Börnin í 1. bekk skrifuðu nemendum í 10. bekk bréf á Degi íslenskrar tungu og buðu þeim í heimsókn í heimastofuna sína. Í vikunni varð af heimsókninni, allir sögðu nafn sitt og umræður fóru fram um aldur og hvenær unglingar lærðu að lesa. Unglingarnir aðstoðuðu síðan krakkana í 1. bekk við að sækja appið Orðagull í spjaldtölvurnar og síðan unnu krakkarnir verkefni. Næst ætla nemendur í 10. bekk að bjóða 1. bekk í heimsókn til sín.