- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í starfsáætlun skólans kemur fram að samstarf sé á milli nemenda í 1. og 10. bekk. S.l. föstudag hófst þetta samstarf þegar nemendur í 1. og 2. bekk buðu nemendum í 10. bekk í skemmtilega stöðvavinnu. Markmið samstarfsins er að auka samheldni, hjálpsemi og jákvæðan skólabrag. Með samstarfi af þessu tagi kynnast þeir yngri unglingunum og komast að því hvað þeir eru skemmtilegt og hjálpsamt fólk.