Samstarfsverkefni

Í dag var skemmtilegt samstarfsverkefni unglinga og nemenda í 1.og 2. bekk. Þeir eldri aðstoðuðu þá yngri við að smíða báta sem hinir yngri fengu síðan að leika með í Tannakotslæknum okkar. Samvinna, metnaður, hjálpsemi, áhugi og dugnaður einkenndu smíðastundina og ekki annað að sjá en allir væru mjög glaðir með tímann og bátana sína.