- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Nemendur í 9. og 10. bekk stóðu fyrir samfélagsviðburði í Heiðarskóla mánudaginn 1. júní s.l. Þeir buðu sveitungum sínum, 60 ára og eldri, í brunch sem þeir höfðu útbúið sjálfir. Krakkarnir héldu líka kynningu á námsferð til Danmerkur sem hópurinn fór í um miðjan maí. Það var nokkuð góð mæting á viðburðinn og ekki annað að sjá en gestir og gestgjafar hefðu gaman af þessari samverustund.