Skipulag skólahalds í samkomubanni

Líkt og aðrar skólastofnanir í landinu hefur Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar farið í ákveðnar tímabundnar skipulagsbreytingar til að tryggja öryggi og heilsu nemenda og starfsfólks þegar neyðarstig og samkomubann ríkir í landinu vegna faraldurs. Í gær voru sendar upplýsingar á forráðamenn barna um þessar tímabundnu breytingar. Engar takmarkanir eru á fjölda barna í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, skólinn er opinn öllum börnum 5 daga vikunnar. Hins vegar er skertur skóladagur, leikskólinn Skýjaborg er opin frá kl. 7:45 – 14:30 og grunnskólinn Heiðarskóli kl. 8:20 – 11:40. Þetta er gert til að uppfylla tilmæli yfirvalda um aukin þrif og sótthreinsanir og að halda hópum aðgreindum og fámennum. Starfsmenn eru einnig aðgreindir eins og hægt er.