- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í ljósi hertra takmarkana vegna kórónaveirufaraldursins verður skipulagsdagur í Heiðarskóla mánudaginn 2. nóvember. Starfsfólk skólans mun vinna að skipulagningu skólastarfs næstu vikna í samræmi við reglugerð. Kennsla, skólaakstur og frístund falla því niður mánudaginn 2. nóvember. Foreldrar og forráðamenn fá nánari upplýsingar um tilhögun í takmörkuðu skólastarfi á mánudaginn.
Með þessu fyrirkomulagi er verið að skipta á skipulagsdögum samkvæmt gildandi skóladagatali. Þriðjudagurinn 6. apríl 2021 verður hefðbundinn skóladagur hjá nemendum en mánudagurinn 2. nóvember verður skipulagsdagur.