- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Heiðarskóli keppti þann 3. maí í 3. riðli í Skólahreysti 2023. Keppendur stóðu sig vel og var gaman að fylgjast með keppninni. Það er stór sigur að mæta og taka þátt. Stuðningsmenn tóku sínu hlutverki alvarlega og hvöttu sitt fólk. Við erum stolt af hópnum okkar.
Keppt var í upphífingum, dýfingum, hraðaþraut, armbeygjum og hreystigreip.
Keppendur voru Tómas Ingi og Lára Dröfn í hraðabraut, Mattías Bjarmi í upphífingum og dýfum og Beníta Líf sem keppti í armbeygjum og hreystigreip. Til vara voru þau Arna Rún og Andrés.