- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Á miðvikudaginn fóru nemendur okkar í 5. - 10. bekk í skemmtiferð til Reykjavíkur. Hópurinn byrjaði á skautum í Egilshöll, fór út að borða og eftir hádegið horfðu krakkarnir á lið skólans keppa í Skólahreysti. Í myndaalbúm eru komnar myndir. Skólahreystilið skólans þetta árið var skipað þeim Maríu Björk Ómarsdóttur, Bjarka Rúnari Ívarssyni, Eyþóri Haraldssyni, Brimrúnu Eir Óðinsdóttur, Ólafi Þór Péturssyni og Sigríði Elínu Sigurðardóttur. Krakkarnir stóðu sig vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma. Eftir keppnina fór skólahreystiliðið í lasertag, út að borða og í bíó.