- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
í gær fór 4. - 10. bekkur til Reykjavíkur til þess að fylgjast með liði skólans keppa í Skólahreysti. Við byrjuðum á því að fara á skauta í Laugardagshöllinni þar sem krakkarnir sýndu listir sínar og skemmtu sér allir konunglega. Eftir slysalausa skautaferð var ferðinni heitið á Italiano Pizzeria þar sem beið okkar dýrindis pizzahlaðborð og allir belgdu sig út. Ferðin endaði svo í Mýrinni þar sem við horfðum á krakkana okkar í Skólahreysti, það var mikið fjör og mikið gaman. Við vorum með öflugt stuðningslið, með trommur og þar sem liturinn okkar í ár var svartur vorum við með mjög sérstakt lukkudýr, Manninn með ljáinn, sem stóð sig með stakri prýði. Heimferðin gekk eins og í sögu og allir fóru sælir og glaðir heim. Komnar myndir á myndasafnið.