Skólahreysti

Á miðvikudaginn tók Heiðarskóli þátt í Skólahreysti. Keppendur skólans stóðu sig vel og gaman var að fylgjast með keppninni. Það er stór sigur að mæta og taka þátt.

Keppt var í upphífingum, dýfingum, hraðaþraut, armbeygjum og hreystigreip og reyndi mikið á keppendur.

Keppendur voru Eyrún Jóna Óladóttir, Guðbjörg Haraldsdóttir, Emir Serrano Guillen og Franklin Manuel Ayala Pulgar. Til vara voru Mattías Bjarmi Ómarsson og Aldís Tara Ísaksdóttir.

Við erum stolt af hópnum okkar og einnig hvatningarliðinu úr 7. – 10. bekk sem stóð sig einnig vel við að hvetja sitt fólk.