Skólanámskrá Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

Skólanámskrá Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar var samþykkt í Fræðslu- og skólanefnd s.l. þriðjudag. Námskráin er að hluta til sameiginleg fyrir leik- og grunnskólann en síðan er hún aðgreind í Heiðarskóla og Skýjaborg. Námskrárvinnan var bæði gagnleg, skemmtileg og mjög lýðræðisleg þar sem allir aðilar skólasamfélagsins fengu tækifæri til að taka þátt í vinnunni. Fljótlega verður námskráin sett á heimasíðuna með kaflaskiptingum en nú má nálgast Heiðarskóla hlutann í heild sinni með því að velja; Heiðarskóli - Skólastarfið - Áætlanir - Skólanámskrá Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar - Heiðarskóli. Námskráin er tæplega 100 síður að lengd og inniheldur viðamiklar upplýsingar um það sem viðkemur skólastarfinu. Þess má geta að skólanámskráin á að vera lifandi og í stöðugri endurskoðun.