Skólasamstarf hefst á ný

Í dag hófst skólasamstarf aftur á milli Heiðarskóla og Skýjaborgar eftir langa bið. En elsti árgangur fór í eina heimsókn í haust í Heiðarskóla, fór í íþróttir og skólastjóri tók á móti þeim og sýndi þeim skólann. Síðan voru reglur v. farsóttar hertar og skólasamstarf lagt niður. 

Í dag kom 1. bekkur í heimsókn í Skýjaborg. Vakti heimsóknin mikla gleði hjá leikskólabörnum sem hittu og léku við gamla vini og sumir systkini sín.

Eftirvæntingin er mikil hjá elsta árganginum Snákahóp að komast í heimsókn í Heiðarskóla, en fyrsta heimsóknin er á dagskrá eftir tvær vikur eða 24. febrúar. Við krossum fingur að faraldurinn haldist í skefjum og við getum haldið okkar striki með skólasamstarf nú á vorönninni.